Kona er þungt haldin eftir að eldur kviknaði í íbúð hennar í Reykjanesbæ í gær. Sjö hvolpar drápust í brunanum.
Komið er að vatnaskilum í Minneapolis vegna aðgerða ICE - innflytjendastofnunar Bandaríkjanna, segir ríkisstjóri Minnesota. Bandaríkjaforseti kennir Demókrötum um dauða manns sem var skotinn af liðsmönnum ICE.
Greinileg hrygningarganga fannst í loðnuleiðangri fimm skipa. Hafrannsóknastofnun upplýsir síðar í vikunni hvort aukið verði við loðnukvótann.
Bjarni Benediktsson, fyrrverandi ráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins er nýr framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Einar Þorsteinsson verður áfram oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík. Óvíst er hvort Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri taki 2. sætið á lista Samfylkingarinnar. Miðflokkurinn kynnir einn frambjóðanda á dag og endar á oddvitanum.
Sveitarstjóri í Hornafirði telur uppbyggingu smáhýsa við Skaftafell standast lög. Sveitarfélagið hefur skilað formlegu svari til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.
Íslenska karlalandsliðið í handbolta hefur eftir sigur á Svíum í gær, örlögin í sínum höndum og þarf ekki að treysta á úrslit í leikjum annarra liða til að komast í undanúrslit. Næsti leikur er gegn Sviss á morgun.