Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 13. janúar 2024

Almannavarnir fara yfir sviðið með þeim sem koma málefnum Grindavíkur, til meta þar áhættu fyrir íbúa og fyrirtæki. Ekki liggur fyrir hvaða ráðleggingar almannavarnir gefa.

Landspítali vinnur undirbúningi á flutningi aldraðra einstaklinga frá spítalanum á sjúkrastofnanir víðs vegar um landið. Rúmlega hundrað einstaklingar með gilt færni- og heilsumat eru í biðstöðu á spítalanum.

Bandaríkin gerðu árás á bækistöðvar Húta í Jemen í nótt, aðra nóttina í röð. Sameinuðu þjóðirnar skora á alla koma í veg fyrir átökin í Miðausturlöndum verði enn harðari og útbreiddari.

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur einsýnt matvælaráðherra hafi skapað ríkinu skaðabótaskyldu með hvalveiðibanni. Hann segir þingflokkur Vinstri grænna þurfi bregðast við álitinu.

Lai Ching-te varaforseti Taívan verður næsti forseti landsins ef marka bráðabirgðaniðurstöður kosninganna þar. Hann vill þróa landið áfram í lýðræðisátt.

Jökulhlaup úr Grímsvötnum nær líklega hámarki um helgina. Engin merki eru um gosóróa.

Stórvarasöm hálka er víða á vegum og gangstígum í dag. Vegagerðin beinir því til ökumanna og gangandi vegfaranda fara með gát.

Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðþjálfari íslands í handbolta segir leikmenn liðsins þurfi líta í eigin barm fyrir leikinn gegn Svartfellingum á morgun. Ísland gerði jafntefli við Serbíu í gærkvöldi.

Frumflutt

13. jan. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,