Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 05. ágúst 2023

Þrátt fyrir krefjandi aðstæður ætla íslenskir þátttakendur á alþjóðlegu skátamóti í Suður-Kóreu halda kyrru fyrir. Einhverjir í íslenska hópnum hafa þurft læknishjálp vegna hita. Skátar frá Bandaríkjunum, Bretlandi og Singapúr hafa yfirgefið svæðið.

Ekki sést lengur í glóandi hraun í gígnum við Litla Hrút. Eldgosið er á síðustu metrunum.

Hugsanlegur friður í Úkraínu er umfjöllunarefni á fundi 40 ríkja í Jedda í Sádí Arabíu. Þar ætla Úkraínumenn freista þess hlutlausar þjóðir á sitt band en Rússum er ekki hleypt borðinu.

Hátíðarhöld fóru mestu friðsamlega fram fyrstu nótt verslunarmannahelgarinnar. Verkefni lögreglunnar í Vestmannaeyjum voru fyrst og fremst sinna ölvuðu fólki en einn var handtekinn fyrir veitast fíkniefnahundi.

Hátíðin Neistaflug er haldin í 30. skipti í ár. Við verðum á Neskaupstað í fréttatímanum.

Einn vinsælasti áfangastaður ferðafólks í Belgíu - litli bærinn Brugge - er orðinn of vinsæll, mati margra þeirra sem búa þar. Fyrir hvern íbúa í Brugge, koma næstum sjötíu manns í heimsókn.

Frumflutt

5. ágúst 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir