Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 21. september 2024

Lögreglumenn hafa undanfarnar vikur og mánuði þurft leita sér aðstoðar og farið í veikindaleyfi vegna mála sem eru meðal þeirra þyngstu sem hafa komið upp. Formaður Landssambands lögreglumanna segir ítrekað hafi verið varað við stöðunni.

Sautján voru drepnir í loftárás Ísraelsmanna á skóla á Gaza sem hafði verið breytt í neyðarskýli. Þá eru yfir þrjátíu látnir eftir árás Ísraelsmanna í Líbanon í gær.

Bretar og Bandaríkjamenn hafa ekki veitt Úkraínu leyfi til nota langdræg vopn á rússneskri grundu. Alþjóðlegur stuðningur við Úkraínu fer hins vegar vaxandi, segir forseti landsins.

Fjármálaráðherra ætlar skerða greiðslur til lífeyrissjóða sem eiga mæta kostnaði vegna byrða þeirra af örorku. Alþýðusambandið óttast sjóðir verka- og láglaunafólks verði verst úti vegna breytinganna og gætu þurft skerða greiðslur til lífeyrisþega.

Verulega hefur dregið úr komu hælisleitenda hingað til lands það sem af er ári og umsóknum um vernd hefur fækkað um rúmlega helming milli ára.

Frumflutt

21. sept. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir