Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 7. desember 2023

Miklar breytingar verða gerðar á örorkubótakerfinu sem miða því virkja fólk til atvinnuþátttöku, segir félagsmálaráðherra. Sár fátækt er hlutskipti stórs hóps öryrkja á Íslandi og lífsskilyrði töluvert verri en launafólks almennt.

Árás Ísraelsmanna á sjö blaðamenn í Líbanon skömmu eftir stríðið á Gaza hófst var gerð af ásettu ráði samkvæmt nýrri rannsókn. Mannréttindasamtök telja rannsaka eigi árásina sem stríðsglæp. Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hvetur öryggisráðið til þess koma á tafarlausu vopnahléi á Gaza.

skýrsla umboðsmanns Alþingis um Litla-Hraun er annar áfellisdómurinn yfir fangelsinu sem birtist í sömu vikunni. Húsakostur og heilbrigðisþjónusta eru um margt óviðunandi.

Fjármálaráðherra segir mögulega þurfi herða reglur varðandi leigu á íbúðum til ferðamanna. Formaður Samfylkingarinnar segir markaðinn einkennast af stjórnleysi og heilu blokkirnar séu ekki nýttar til búsetu heldur eingöngu fyrir ferðamenn.

Framkvæmdastjóri Samhjálpar segir lokun Brúar áfangaheimilis rjúfi mikilvægt samfélag íbúanna, sem vinni langvarandi bata eftir meðferð. Ekki er vitað hvað Reykjavíkurborg hyggst bjóða í staðinn.

Kóranbrennur verða ólöglegar í Danmörku ef lagafrumvarp þar um verður samþykkt í danska þinginu í dag. Búist er við hitafundi um þetta umdeilda þingmál.

Frumflutt

7. des. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,