Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 25. desember 2023

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var með mikinn viðbúnað í Hafnarfirði í gærkvöld eftir tveir vopnaðir menn ruddust inn í íbúð og hleyptu af skotum. Heimilisfólk var á staðnum en enginn særðist.

Áfram er óvissuástand vegna snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum en óvissuástandi á Norðurlandi hefur verið aflétt. Veðurspár eru hins vegar ótryggar.

Jólanótt var ein mannskæðasta á Gasa frá því stríðið hófst fyrir ellefu vikum. Minnst sjötíu létu lífið í loftárás Ísraela á flóttamannabúðir. Egyptar birtu í morgun skilmála nýs vopnahlés sem stæði í tvær vikur yrði það samþykkt.

Jólamessa Grindvíkinga var haldin á Álftanesi um miðjan dag í gær. Mjög gott og nærandi var hittast, segir sóknarpresturinn. Engar breytingar hafa orðið á jarðhræringunum norðan Grindavíkur.

Átta konur og fimm börn dvöldu í Kvennaathvarfinu á jólanótt og dvelja þar óbreyttu yfir hátíðarnar. Framkvæmdastýra segir sporin oft á tíðum þung þegar ákvörðun er tekin dvelja í athvarfinu. Konurnar finni þó almennt fyrir létti vera komnar í öruggt skjól.

Kaupmaður aðstoðaði franska ferðamenn með uppstúfinn, sem treystu sér ekki alveg í töfra fram íslenska jólamáltíð á aðfangadagskvöld.

Frumflutt

25. des. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir