Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 6. júní 2024

Ísraelsher varpaði sprengjum á einn af skólum Sameinuðu þjóðanna á Gaza í nótt. Mörg hundruð höfðu leitað þar skjóls. Herinn drap fjörutíu manns í árásinni, hið minnsta.

Matvælaráðherra hyggst taka ákvörðun um framhald hvalveiða í næstu viku. Ríkisstjórnin var á Alþingi í morgun sökuð um aðgerðaleysi í efnahagsmálum vegna innbyrðis átaka og minnkandi stuðnings í skoðanakönnunum.

Reglubundinn stjórnarfundur verður haldinn hjá Vinstri grænum á morgun þar sem talið er líklegt til umræðu verði flýta landsfundi og kjósa nýja forystu. Nafn Svandísar Svavarsdóttur ber hæst þegar rætt er hver verði næsti formaður. Sjálf hefur hún ekkert gefið út.

Gular og appelsínugular veðurviðvaranir verða í gildi víða um landið fram á nótt. Hitatölur fyrir landið norðan- og austanvert fara ekki yfir tíu stig fyrr en í næstu viku. Mótorhjólamenn komust í hann krappan á Fjarðarheiði

Hafnarfjarðarbær og HS Orka hafa samið um rannsóknir og nýtingu á heitu og köldu vatni og framleiðslu á rafmagni í Krýsuvík. Bæjarstjórinn segir þetta tryggja afhendingaröryggi og vandlega verði gætt spilla ekki náttúru.

Kjósendur í Hollandi og Eistlandi ríða á vaðið í kosningum til Evrópuþingsins sem hófust í morgun. Í langflestum aðildarríkjum Evrópusambandsins verður kosið á sunnudag. Um þrjúhundruð og sjötíu milljónir eru á kjörskrá.

Frumflutt

6. júní 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir