Hádegisfréttir

13.01.2026

Eldur kom ítrekað upp í leikmunageymslu í Gufunesi sem brann í gærkvöld. Lögregla rannsakar vettvanginn. Skemman var í eigu Reykjavíkurborgar, sem segist enga ábyrgð bera á ástandi hússins. Bruninn gæti haft áhrif á kvikmyndagerð hér á landi.

Talið er þúsundir manna hafi verið drepnir í mótmælum í Íran, sem geisa enn. Sérfræðingur í sögu Mið-Austurlanda segir klerkastjórnina veikari en nokkru sinni.

Mannréttindadómstóll Evrópu dæmdi íslenska ríkið brotlegt gegn konu sem höfðaði mál á grundvelli óréttlátrar málsmeðferðar á kynferðisbrotamáli. Ríkið var sýknað í málum fjögurra annarra kvenna.

Stjórnmálaskýrandi DR býst við spenna eigi eftir ríkja á fundi óttast erfiðan fund utanríkisráðherra Danmerkur, Grænlands og Bandaríkjanna á morgun. Varaforseti Bandaríkjanna verður líka á fundinum.

Rannsókn á bruna í íbúð á Hjarðarhaga í Reykjavík í fyrra leiddi í ljós kveikt var í. Enginn verður sóttur til saka því sem er grunaður um íkveikju lést í eldsvoðanum.

Betri útbúnaður björgunarsveita, endurnýjun ljósleiðara og Hvalárvirkjun væru álitlegir kostir fyrir uppbyggingu varnarinnviða á Vestfjörðum. Formaður fjórðungssambands Vestfjarða segir áfallaþol samfélagsins mikilvægara en loftvarnarbyrgi, ekki síst í ljósi fjölþáttaógna.

Draumur Marine Le Pen um verða forseti Frakklands veltur á niðurstöðu áfrýjunardómstóls sem tók til starfa í París í dag. Le Pen sækist eftir því ógilda dóm frá því í fyrra, sem fól í sér fimm ára bann við framboði í opinbert embætti.

Englendingurinn Michael Carrick stýrir Manchester United út tímabilið. Hann hefur áður sinnt sama hlutverki en þá í einungis þremur leikjum.

Frumflutt

13. jan. 2026

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,