Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 5. apríl 2024

Fastlega er búist við Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra lýsi yfir framboði til embættis forseta Íslands í dag. Ríkisstjórnin kom saman til fundar í morgun en hvorki forsætisráðherra aðrir ráðherrar vildu tjá sig um stöðu mála eftir fundi lauk.

Loforð Ísraelsstjórnar um hleypa aukinni neyðaraðstoð á Gaza duga ekki samkvæmt bandarískum stjórnmálum, höfuðmáli skipti hvernig tekst til. Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í morgun ályktun þar sem ráðið tekur í fyrsta sinn afstöðu í stríðinu á Gaza.

Stjórn Marels hefur samþykkt skilmála vegna yfirtöku bandaríska matvælaframleiðslufyrirtækisins JBT. Formlegt tilboð verður lagt fram í næsta mánuði, en samkvæmt samkomulagi verður starfsstöð áfram rekin á Íslandi.

Mjófirðingar hafa verið vegasambandslausir síðan í desember og treysta á ferju sem siglir tvisvar í viku. Skipstjóri ferjunnar hvetur til þess kostir Seyðisfjarðarganga um Mjóafjörð umfram Fjarðarheiðargöng verði skoðaðir nánar en málið er umdeilt á meðal almennings á Austurlandi.

Samtök aðstandenda og fíknisjúkra hafa boðað til samstöðufundar á Austurvelli í dag. Þess verður krafist stjórnvöld bregðist við fíknivandanum og setji meira fjármagn til meðferðarstofnana.

Frumflutt

5. apríl 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir