Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 19.júní 2024

Allir flokkar stjórnarandstöðunnar ætla kjósa með vantrauststillögu á matvælaráðherra sem tekin verður fyrir á þingi á morgun. Það gera þeir þó á mismunandi forsendum.

Hraunkælingu við varnargarðana norðan Svartsengis hefur verið hætt. Tveir slökkviliðsbílar dældu vatni á hraunið fram eftir nóttu. Vinna við hækkun varnargarðanna heldur áfram.

Forseti Rússlands og leiðtogi Norður-Kóreu undirrituðu varnarsamning í Pyongyang í morgun. Leiðtogi Norður-Kóreu lýsir fullum stuðningi við innrás Rússa í Úkraínu.

Líkur eru á laxaseiði sem sluppu úr landeldisstöð á Tálknafirði í maí hafi lifað af og synt upp í Botnsá. Áður var talið líklegt þau dræpust öll þegar þau kæmu í sjó.

Mánaðarlaun ráðamanna hækka um sextíu og sex þúsund krónur á mánuði, samkvæmt frumvarpi forsætisráðherra. Það er mun minni hækkun en ef miðað hefði verið við launaþróun.

Enn er unnið því finna upptök ammoníaksleka á hafnarsvæðinu á Tálknafirði í nótt. Vindátt er hagstæð og lyktin berst út á sjó en ekki yfir byggð.

40 metra mykjubogi blasir við Seyðfirðingum þessa dagana. Verið er græða upp nýja varnargarða ofan bæjarins. Rigning heldur fjósalyktinni í skefjum.

Anton Sveinn McKee og Snæfríður Sól Jórunnardóttir flugu inn í undanúrslit á Evrópumeistaramótinu í sundi í morgun.

Frumflutt

19. júní 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir