Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 18. apríl 2024

Flóknar samningaviðræður við lánastofnanir hafa tafið gerð kaupsamninga við Grindvíkinga. Framkvæmdastjóri Þórkötlu segir það hafi verið mikil bjartsýni ætla afgreiða fasteignakaupin á nokkrum vikum. Kaup hafa verið samþykkt á 126 eignum.

Stórlega hefur dregið úr urðun á sorpi í Álfsnesi. Til skoðunar er reisa stóra sorpbrennslu hér á landi sem gæti brennt 140 þúsund tonn af sorpi árlega.

Stjórnarþingmenn segja ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar hafi unnið stórsigur þegar vantrauststillaga var felld í gær. Stjórnarandstaðan var sökuð um málþóf og tímaeyðslu á Alþingi í morgun.

Dýraverndunarsamtökin World Wildlife Fund hóta stefna norska ríkinu fyrir áætlanir um bora eftir málmum á hafsbotni við strendur Noregs.

Flugvöllurinn í Dubai, sem er næststærsti flugvöllur heims, er nánast óstarfshæfur vegna úrhellisrigningar. Ekki hefur rignt meira þar á einum degi í 75 ár.

Smábátaeigendur lýsa vonbrigðum sínum með óbreyttar reglur um strandveiðar í ár. Þeir vænta þess nýr matvælaráðherra auki heimildir til veiðanna. Annað ávísun á óbreytt ástand.

Mögulega verður hægt ráðast fyrr í endurbætur á ryðguðu og leku þaki Fjarðabyggðarhallarinnar á Reyðarfirði. lausn til einangra og klæða þök gæti lækkað kostnað um helming.

Frumflutt

18. apríl 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,