Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 15. júní 2024

Fimm eru á gjörgæslu og tveimur haldið sofandi eftir alvarlegt rútuslys í Öxnadal í gær. sögn lögreglu köstuðust tveir farþeganna út úr rútunni. Vegagerðin hafði varað við aðstæðum á veginum, meðal annars vegna malbiksblæðinga.

Forseti Rússlands hefur afhjúpað heimsvaldastefnu sína með því krefjast þess Úkraína gefi eftir landsvæði, segir Kanslari Þýskalands. Tugir þjóðarleiðtoga eru saman komnir í Sviss á ráðstefnu um frið í Úkraínu.

Áætlun Stætó á Keflavíkurflugvelli er ekki sett upp með þarfir flugfarþega í huga. Vegagerðin vill betri stað fyrir biðskýli og hefur ítrekað farið frammá það við Isavia almenningssamgöngur séu kynntar betur í flugstöðinni.

Mótmælendur komu saman í Aþenu í gær til minnast þess ár er liðið síðan um 600 flóttamenn drukknuðu undan ströndum Grikklands. Kallað hefur verið eftir rannsókn á slysinu en fátt er um svör frá grískum yfirvöldum.

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, snýr aftur til kennslu við Háskóla Íslands í haust. Þetta upplýsti rektor við útskriftarathöfn í dag.

Ein fyrsta bæjarhátíð sumarsins er hafin á Hofsósi. Við heyrum í fulltrúa í undirbúningsnefnd.

Frumflutt

15. júní 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,