Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 29. október 2024

Úkraínumenn eiga skilið sannan frið, segir Úkraínuforseti. Það jafn kristaltært og vatnið á Þingvöllum í gær. Hann ávarpaði þing Norðurlandaráðs í morgun.

Verkfall kennara í níu skólum er hafið. Til stóð leikskólinn Ársalir á Sauðárkróki yrði opinn, þrátt fyrir verkfall, en frá því var horfið í morgun.

Tilraun til verkfallsbrots getur spillt kjaraviðræðum segir formaður Kennarasambandsins. Formaður Félags leikskólakennara, sem fór norður í verkfallsvörslu, segir dapurlegt þurfa vera þar en ekki við samningaborðið.

Formaður Samfylkingarinnar segir skilaboð þar sem hún hvatti kjósanda til strika út nafn Dags B. Eggertssonar, séu þekkt aðferð í íslenskum stjórnmálum - óheppilegt skilaboðin hafi verið birt.

Yfirmaður Palestínuflóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna segir Ísrael brjóti gegn alþjóðlegum skuldbindingum sínum með því banna starfsemi hennar.

Rúmur helmingur lækna hjá hinu opinbera hefur greitt atkvæði um boðun verkfalla í nóvember. Formaður Læknafélagsins segir þolinmæðin á þrotum eftir margra mánaða árangurslausa samningafundi.

Æðarbændur eru sumir í sárum eftir mikla bleytutíð í sumar. Vonskuveður í júní spillti varpi á Norður- og Norðausturlandi.

Forráðamenn spænska fótboltaliðsins Real Madrid eru ævareiðir eftir afhendingu Gullboltans, verðlauna knattspyrnufólks ársins, í gærkvöld.

Frumflutt

29. okt. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir