Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 30. apríl 2024

Heilbrigðisráðherra segir fjármagn til komast hjá sumarlokunum meðferðarstarfs SÁÁ ekki skorta, en það þurfi tryggja í samningum við Sjúkratryggingar.

Þrettán ára drengur lést þegar maður réðst á hann með sverði í úthverfi Lundúna í morgun. Fimm særðust í árásinni, þar af tveir lögreglumenn.

Liðsmenn íranska byltingarvarðarins myrtu sextán ára stúlku og beittu hana kynferðislegu ofbeldi, samkvæmt leyniskjölum sem hefur verið lekið til fjölmiðla. Írönsk stjórnvöld sögðu hana hafa framið sjálfsvíg.

Brotist var inn á Facebook- aðgang víetnamska kaupsýslumannsins Quangs Lés sem situr í gæsluvarðhaldi. Birt hafa verið samskipti hans við samstarfsmenn sína og spjótunum meðal annars beint ríkisstjórnarflokkunum, heilbrigðiseftirlitinu og World Class.

Fjöldi barna sem útskrifast úr tíunda bekk í vor verður í fyrsta sinn meiri en fimm þúsund. Þar af hafa um fimmtán þeirra annað tungumál en íslensku móðurmáli. Formaður skólameistarafélagsins segir framhaldsskóla illa undir það búna taka á móti þessum fjölda.

Fleiri ferðamenn komu til landsins fyrstu þrjá mánuði ársins en á sama tíma fyrra. Bókanir næstu mánuði benda þó til þess þeim fækki.

Lögreglan á Norðurlandi vestra segir rannsókn á vanrækslu nautgripa á í Skagabyggð á frumstigi. Matvælastofnun hafði áður fengið tilkynningu um bæinn og sinnt þar eftirliti.

Fastlega er gert ráð fyrir stýrivextir haldist óbreyttir fram á haust.

Sjö Sveitarfélög á Austurlandi og Vestfjörðum næstum 440 milljónir króna úr fiskeldissjóði í ár til byggja upp inniviði. Fjarðabyggð fær mest en árið 2022 fékk hún ekkert og telur enn leggja eigi sjóðinn niður.

Karlalið Vals er komið í úrslitaeinvígið um Evrópubikarinn í handbolta. Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari liðsins, segir spennufallið mikið.

Frumflutt

30. apríl 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir