Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 18. janúr 2026

Viðbrögð Evrópuleiðtoga við Grænlandstollum Bandaríkjaforseta hafa verið afar hörð. Viðskiptasamningur ESB og Bandaríkjanna frá í fyrra er í uppnámi og allt útlit er fyrir hann verði ekki lögfestur á Evrópuþinginu.

Utanríkisráðherra telur ólíklegt Evrópuríki dragi úr sínum stuðningi við Grænland vegna tollahótana Trumps. Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir málið undirstrika þá óvissu sem ríkir í alþjóðaviðskiptum.

Mannekla og vanfjármögnun veldur því sumir bíða í nokkur ár eftir augasteinsaðgerð. Skurðlæknir segir þörf á samstilltu átaki og meiri fjármögnun.

Slegið hefur í storm vestast á landinu og verður allhvöss eða hvöss suðaustanátt á landinu í dag. Eitt útkall var hjá björgunarsveitum vegna foktjóns í Reykjanesbæ í nótt.

Ríflega þriðjungur íbúa á Suðurnesjum er með erlent ríkisfang eða tæplega níu þúsund manns. Hlutfallið er hvergi hærra miðað við aðra landshluta.

Ísland mætir Póllandi í dag í öðrum leik sínum á EM karla í handbolta. Með sigri er liðið komið áfram í milliriðil.

Frumflutt

18. jan. 2026

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,