Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 27. maí 2024

Fjörutíu og fimm, hið minnsta, voru drepnir í flóttamannabúðum á Rafah á Gaza í loftárás Ísraelshers í nótt. Eldur, sem kviknaði við árásina, breiddist hratt út um þéttsetnar tjaldbúðirnar.

Rannsókn á tildrögum rútuslyss á Rangárvallarvegi stendur enn. Líðan þeirra sem slösuðust er eftir atvikum góð.

Vonir fara dvínandi um fólk finnist á lífi í aurskriðu sem fór yfir fjallaþorp á Papúa Nýju Gíneu. Talið er tvö þúsund manns hafi farið undir aurinn sem er allt tíu metra þykkur. Íbúar leita ástvinum sínum vopnaðir skóflum.

Ungverjar vinna markvisst gegn stuðningi Evrópusambandsins við Úkraínu. Þetta fullyrti utanríkisráðherra Litáens í morgun áður en hann gekk á fund utanríkisráðherra ESB-ríkjanna í Brussel. Hvöss orð hans þykja bera vitni um vaxandi gremju innan ESB í garð stjórnvalda í Búdapest.

Tengir, sem leggur ljósleiðara á Vopnafirði, segir Míla hafi tafið fyrir framkvæmdum og gert þær dýrari með því aðleyfa ekki notkun á rörum sem fyrir eru. Dæmi séu um Tengir hafi grafið í sundur vegi við hliðina á tómum rörum Mílu.

Aðalmeðferð verður í júní, í máli konu sem talin er hafa orðið manni bana á heimili sínu í Bátavogi í september.

Formaður landskjörstjórnar segir ekki minni áhuga á forsetakosningum núna þótt færri hafi kosið utankjörfundar en síðast. Það kosið er fyrr geti haft áhrif á kjörsókn utan kjörfundar.

Enn eitt árið ræðst það í oddaleik hverjir verða Íslandsmeistarar karla í körfubolta. Grindavík hafði betur gegn Val í fjórða leik liðanna í gærkvöld.

Frumflutt

27. maí 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,