Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 30. mars 2024

Mikill viðbúnaður var í hollenskum í morgun þegar vopnaður maður hélt fólki í gíslingu í nokkrar klukkustundir. Hann gaf sig fram á tólfta tímanum og engan sakaði.

Það skiptir öllu máli slökkva gróðurelda við eldgosið á Reykjanesskaga til tryggja loftgæði í byggð, segir Slökkviliðsstjóri í Grindavík. Tíu þúsund lítrar af vatni verða fluttir upp á Vatnsheiði ofan Grindavíkur í dag.

Bandaríkin ætla senda Ísraelsmönnum öflugri vopn og orrustuþotur. Stjórnvöld í Palestínu segja siðferðislega mótsögn felast í auknum vopnasendingum á sama tíma og þess er krafist almennum borgurum hlíft.

Vegfarendur komust í hann krappan í gærkvöldi og nótt vegna ófærða á Möðrudalsöræfum og Háreksstaðaleið. Björgunarfólk úr fjórum björgunarsveitum var kallað út til aðstoðar. Gul viðvörun er í gildi á Suðausturlandi í dag og á norðan- og austanverðu landinu á morgun.

Íbúum á Tenerife finnst sumum nóg um alla ferðamennina sem sækja eyjuna heim og hafa boðað til mótmæla. Þeir hafa áhyggjur af aukinni fátækt, erfiðum íbúðamarkaði og hnignun líffræðilegs fjölbreytileika vegna átroðnings.

Ef ekki hefði verið snjóframleiðsla hefði skíðasvæðið í Bláfjöllum verið lokað í síðasta mánuði segir rekstrarstjóri svæðisins. Hann kallar eftir uppbyggingu í Skálafelli því þessi tvö skíðasvæði myndu vinna mjög vel saman.

Það sofa minnst tveir í hverju rúmi, segir verslunarmaður á Ísafirði sem hefur opið allan sólarhringinn um páskana. Fjöldi fólks er fyrir vestan þar sem tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður var sett í tuttugasta sinn í gær.

Frumflutt

30. mars 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,