Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 21. apríl 2024

Sakborningar í manndrápsmálinu sem upp kom á Suðurlandi í gær hafa í morgun verið leiddir fyrir dómara á Selfossi þar sem farið er fram á gæsluvarðhald yfir þeim.

Zelensky Úkraínuforseti þakkar Bandaríkjamönnum fyrir þann fjárhagsstuðning sem fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gærkvöld. Hann segir ákvörðunina bjarga fjölda mannslífa.

Stærsti jarðskjálftinn í Bárðarbungu frá því eldgosinu í Holuhrauni lauk 2015 reið yfir í morgun. Fólk á Norðurlandi fann fyrir hristingnum.

Starfsmenn vinnustaðar á Þórshöfn og fólk sem sótti fjölmenningarhátíð á Vopnafirði síðustu helgi er beðið um vera vakandi fyrir mislingaeinkennum næstu þrjár vikur. Einstaklingur á miðjum aldri er með staðfest smit og grunur er um annað.

Varað er við hvössum vindhviðum á Norðurlandi í dag og varasömu ferðaveðri. Gular viðvaranir eru í gildi.

Heilbrigðisráðherra hefur boðað fulltrúa félags íslenskra heimilislækna á fund á þriðjudag vegna gagnrýni lækna á mikilli pappírsvinnu sem kemur niður á tíma þeirra með skjólstæðingum.

Sinfóníuhljómsveit Austurlands frumflytur í dag nýtt tónverk sem var sérsamið fyrir hljómsveitina. Uppátækjasamur sundlaugarvörður á Egilsstöðum samdi verkið en hann er reyndar líka doktor í tónsmíðum og hámenntaður víoluleikari.

Keppni hefst í Bestu deild kvenna í fótbolta í dag, þegar Íslandsmeistarar Vals taka á móti Þór/KA.

Frumflutt

21. apríl 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,