Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 4. nóvember 2024

Lögreglan á Suðurlandi rannsakar tildrög banaslyss við Tungufljót í gær. Maðurinn sem lést var á fertugsaldri.

Á morgun er kjördagur í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. Aðeins munar einu prósentustigi á Donald Trump og Kamölu Harris á landsvísu.

Hóflegur hagvöxtur og hjöðnun verðbólgu eru meginþema í nýrri Þjóðhagsspá Hagstofunnar sem birt var í morgun.

Smáskjálftahrina reið yfir milli Stóra Skógfells og Sýlingarfells í nótt. Viðbragð Almannavarna var virkjað hluta. Þetta er sami staður og hefur skolfið í aðdraganda allra kvikuhlaupa til þessa.

Forseti Moldóvu var endurkjörinn með naumum meirihluta í annarri umferð forsetakosninga þar í gær. Forsetinn, sem er Evrópusinnaður, vann keppinaut sem vildi meiri tengsl við Rússland.

Formaður Félags íslenskra heimilislækna hafnar því pólitískar skoðanir lækna ráði því þeir vilji ekki skrifa upp á flugfærnisvottorð fyrir hælisleitendur. Hún segir siðferðislega mikill munur á læknisvottorðum.

Viðhald vega fær slæma einkunn frá ferðaþjónustunni á landsbyggðinni, í nýrri könnun. Fyrirtæki vilja vetrarþjónusta verði aukin.

Kosning utan kjörfundar hefst á fimmtudaginn. Framkvæmdastjóri Landskjörstjórnar segir kosningavélin enn heit síðan í vor.

Frumflutt

4. nóv. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir