Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 27. mars 2024

Mennirnir tveir, sem stálu hátt í þrjátíu milljónum úr peningaflutningabíl í Kópavogi á mánudag eru ófundnir og peningarnir líka.

Sextíu járnamottum, sem kosta rúma milljón, var stolið af lóð í Grindavík. Eigandinn hefur áhyggjur af öðrum verðmætum og segir stuldinn til marks um slælegt eftirlit í bænum.

Friðlýsing vatnasviðs Jökulsár á Fjöllum stóðst ekki lög og hefur verið felld úr gildi. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar sem klofnaði í afstöðu sinni.

Öryggisviðbúnaður hefur verið aukinn í nokkrum Evrópuríkjum þar sem stórir íþróttaviðburðir verða í sumar eftir hryðjuverkin í Moskvu. Viðbúnaður var færður á hæsta stig í Frakklandi á sunnudag.

Formaður Miðflokksins gagnrýnir íslensk stjórnvöld fjármagni kaup á skotfærum fyrir Úkraínuher með beinum hætti. Í því felist stefnubreyting sem hefði átt ræða á Alþingi.

Ár er síðan snjóflóð féllu á fjögur íbúðarhús í Neskaupstað. Bygging síðasta stóra varnargarðsins ofan við bæinn hefst öllum líkindum í sumar.

Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, býður sig fram til embættis forseta Íslands. Þetta tilkynnti hún á blaðamannafundi í hádeginu.

Frumflutt

27. mars 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,