Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 3. september 2023

Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson segir árin tvö sem hann var í farbanni hafa verið gríðarlega erfið. Hann segist hvorki finna fyrir reiði biturð, en vill ekkert ræða ásakanir á hendur honum.

Karlmaður lést við smalamennsku í Hagárdal frammi í Eyjafirði í gær. Óskað var eftir aðstoð um miðjan dag í gær en maðurinn var látinn þegar komið var honum.

Sjóvarnargarður brast í stórstreyminu í gærkvöld við Hvalsnes sunnan Sandgerðis. Sjór flæddi 500 metra íbúðarhúsi en íbúa tókst forða sér.

Umboðsmaður barna í Bretlandi hefur áhyggjur af ákvörðun breskra stjórnvalda loka á annað hundrað skólum vegna steypuskemmda. Breski fjármálaráðherrann segist ætla verja öllum þeim fjármunum sem til þurfi, til tryggja öryggi nemenda.

Kona á miðjum aldri greindist með Creuzfeldt-Jakob sjúkdóminn í fyrra og lést skömmu síðar. Tvisvar áður hefur sjúkdómurinn greinst hér á landi.

Farsímasamband er lítið eða ekkert sums staðar í húsi íslenskra fræða, því húsið var klætt með koparklæðningu. Kennsla á hefjast þar um áramót. Unnið er því leysa vandann.

Víðtæk leit er hafin einu þekktasta hljóðfæri tónlistarsögunnar, og það sem margir kalla það mikilvægasta, bassa bítilsins Pauls McCartney. Það týndist fyrir rúmri hálfri öld.

Frumflutt

3. sept. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,