Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 23. september 2023

Þrír slösuðust þegar jarðvegur seig undan stórum hluta af einni aðalhraðbraut Svíþjóðar, norðan við Gautaborg í nótt. Lögreglu grunar sprengingar í tengslum við byggingaframkvæmdir hafi orsakað sigið.

Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir Samkeppniseftirlitið hafi glatað trausti vegna Brimsmálsins og það traust verði endurheimta, því stofnunin gegni mikilvægu hlutverki. Það á ábyrgð forstjóra Samkeppniseftirlitsins. endurheimta það traust, hvernig sem því verði staðið.

Hvalur háeff veiddi kálffulla langreyði í vikunni. Veiðin brýtur ekki í bága við lög um dýravelferð. Matvælastofnun kannar enn hvort tilefni til þess sekta fyrirtækið vegna veiða Hvals átta.

Búist er við Joe Biden Bandaríkjaforseti útvegi Úkraínu fleiri langdrægar flaugar til aðstoða við gagnsókn þeirra. Talið er flaugarnar hafi um þrjú hundruð kílómetra drægni.

Eldur kviknaði í vélarrúmi fiskibáts um fimm hundruð metra norður af Siglufjarðarhöfn í nótt. Þrír voru í bátnum og sakaði ekki.

Ríflega helmingur landsmanna fór til útlanda í sumar. Höfuðborgarbúar og fólk á miðjum aldri ferðast mest.

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta byrjar keppni í Þjóðadeild Evrópu vel. Ísland vann Wales 1-0 á Laugardalsvelli í gærkvöld og fer með það veganesti til Þýskalands í næsta leik, sem verður gegn heimakonum á þriðjudag.

Frumflutt

23. sept. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,