Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 03. janúar 2024

Skjálfti af stærðinni fjórir komma fimm reið yfir suðvesturhorn landsins á ellefta tímanum í morgun. Upptökin voru í Trölladyngju við Kleifarvatn. Nokkrir eftirskjálftar hafa mælst, stærsti þrír komma níu.

Talsmaður Ísraelshers hefur ekki tjáð sig með beinum hætti um dráp næstæðsta leiðtoga Hamas. Hann segir herinn hins vegar tilbúinn til sóknar og varnar enda hefur verið brugðist hart við drápinu.

Þvagfæraskurðlæknir segir umskurðurðaraðgerðir geta haft langvarandi neikvæð áhrif, séu þær ekki framkvæmdar rétt eða við réttar aðstæður.

Arnar Þór Jónsson varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins býður sig fram til forseta. Hann segist ætla beita sér fyrir sjálfsákvörðunarrétti þjóðarinnar og segir frelsi hennar undir.

Fundur stendur yfir í kjaradeilu Samtaka atvinnulífsins og breiðfylkingar verkalýðsfélaga. Þetta er fyrsti fundurinn frá sameiginlegri kröfuyfirlýsingu viðsemjenda um aðkomu stjórnvalda málinu.

Garðabær braut lög þegar bærinn ákvað sleppa því ráða í starf leikskólakennara frekar en ráða fatlaða konu.

Fimm verktakar hafa fasta viðveru hjá Reykjavíkurborg, tilbúnir moka frá húsagötum. Yfirmaður vetrarþjónustu borgarinnar segir um nýtt fyrirkomulag ræða.

Frumflutt

3. jan. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,