Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 15. október 2024

Forseti Íslands þarf á næstu dögum taka afstöðu til tillögu um þingrof og lausnarbeiðni forsætisráðherra sem búist er við hann leggi fram á Bessastöðum í dag. Hvorki er fundur á Alþingi í ríkisstjórn í dag.

Stjórnmálaflokkar þurfa skila inn framboðslistum eftir rúmar tvær vikur, verði kosið 30. nóvember. Landskjörstjórn er búin ræsa kosningavélina, segir framkvæmdastjórinn.

Aðalhagfræðingur Landsbankans segir óheppilegt óvissa hafi aukist í pólitíkinni en ekki ástæða til hafa miklar áhyggjur. Bankinn var gefa út frekar bjarta hagspá, spáir minni verðbólgu og lægri vöxtum.

Meira en fjögur hundruð þúsund börn hafa hrakist á flótta í Líbanon síðustu þrjár vikur. Yfir milljón barna getur ekki farið í skólann.

Pólsk stjórnvöld ætla banna flóttafólki, sem kemur yfir landamærin frá Belarús, sækja um hæli í Póllandi. Málefni flóttafólks í Evrópu verða líkindum í forgrunni á leiðtogafundi ESB í vikunni.

Andstæðingar laxeldis í Seyðisfirði gagnrýna nýtt áhættumat siglinga í firðinum og segja það ávísun á vitalög verði brotin. Mast segir gagnrýnin byggist á misskilningi; skilyrði í mögulegu rekstarleyfi tryggi eldið fari lögum.

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta tapaði illa fyrir Tyrkjum í Þjóðadeild Evrópu. Bæði FH og Valur spila í Evrópudeildinni í handbolta gegn Íslendingaliðum í Kaplakrika í kvöld.

Frumflutt

15. okt. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir