Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 7. desember 2025

Bandaríkjastjórn varar við því í nýrri þjóðaröryggisstefnu Evrópa verði óþekkjanleg innan tuttugu ára. Óljóst hvort sum ríki álfunnar hafi nægan hernaðarmátt og efnahagslega stöðu til teljast traustir bandamenn Bandaríkjanna.

Náðunarnefnd hefur enn ekki afgreitt náðunarbeiðni síbrotamannsins Mohamad Th. Jóhannessonar, áður Kourani. Hann hefur dvalið á réttargeðdeild síðan í haust.

Færri leita jólaaðstoðar hjá Hjálparstarfi kirkjunnar en áður. Félagsráðgjafi segir aðgerðir stjórnvalda, á borð við ókeypis skólamáltíðir, hafa fækkað í hópi þeirra sem þurfa á aðstoð halda.

Hlutabréfaverð Íslandsbanka hefur rokið upp á síðustu vikum og er um þriðjungi hærra en það sem almenningi bauðst í útboði ríkisins í maí. Fjármálagreinandi segir ríkið ekki hafa selt hlut sinn á of lágu verði.

Sjómenn á Akureyri segja mikilvægt skrásetja sögu sjómennsku í bænum áður en hún glatast. Hópurinn stefnir á framboð í sveitarstjórnarkosningum til koma á fót sjóminjasafni.

Íslenskur maður sem býr í Svíþjóð rakst óvart á málverk eftir Jóhannes Kjarval á uppboðssýningu þar í sumar. Verkið verður boðið upp í dag.

Ísland lauk keppni á HM kvenna í handbolta í gærkvöldi með sigri á Færeyjum. Sérfræðingar RÚV segja frammistöðu Íslands á mótinu góða.

Frumflutt

7. des. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,