Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 6. september 2023

Baráttunni gegn hvalveiðum er ekki lokið, segir önnur kvennanna sem klifruðu upp í varðtunnu hvalbátanna í Reykjavíkurhöfn. Hún gefur ekki upp til hvaða aðgerða verði gripið. Óvíst er hvenær haldið verður til veiða.

Barnshafandi konur á Austurlandi, og jafnvel heilu fjölskyldurnar, þurfa koma sér fyrir á Akureyri eða í Reykjavík í kringum fæðingu. Hvorki fæðingar- skurðþjónusta verður á Austurlandi í tvær vikur vegna læknaskorts.

Búist er við utanríkisráðherra Bandaríkjanna tilkynni um viðbótarframlag upp á einn milljarð bandaríkjadala, í tveggja daga heimsókn sinni til Úkraínu sem hófst í morgun.

Kjaraviðræður á komandi vetri verða til umræðu í hádeginu á fyrsta miðstjórnarfundi ASÍ eftir sumarleyfi.

Skólafélag Menntaskólans á Akureyri hefur boðað til mótmæla vegna fyrirhugaðrar sameiningar skólans við Verkmenntaskólann á Akureyri. Skólameistarar skólanna eru jákvæðir í garð sameiningarinnar.

plata með hljómsveitinni Rolling Stones verður kynnt í dag. Þetta verður fyrsta plata sveitarinnar með frumsömdu efni í 18 ár.

Krakkar í Helgafellsskóla segja lítið mál ganga í skólann. Átakið Göngum í skólann var sett þar í morgun. Um sextíu skólar taka þátt.

Frumflutt

6. sept. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,