Utanríkisráðherra Úkraínu segir kaldhæðnislegt að Rússlandsforseti hafi fyrirskipað grimmilega eldflaugaárás á sama tíma og sendinefndir ríkjanna ræðast við um frið. Þríhliða viðræður Bandaríkjanna, Rússlands og Úkraínu halda áfram í Abu Dhabi í dag.
Það kemur í ljós í kvöld hvort borgarstjóranum í Reykjavík verður steypt úr oddvitasæti Samfylkingarinnar. Stjórnmálafræðingur segir skilaboð borgarstjóra um mótframbjóðanda sinn bera vott um harða baráttu.
Raforkuverð lækkaði til margra garðyrkjubænda um áramótin vegna minni nýtingar á raforku eftir að Norðurál dró úr starfsemi sinni vegna bilunar og PCC Bakki hætti framleiðslu á síðasta ári.
Kanadamenn hafa opnað ræðismannsskrifstofu í Grænlandi. Nokkrum sinnum er minnst á Grænland í nýrri þjóðaröryggisáætlun Bandaríkjanna.
Það er eftirvænting í Borgarleikhúsinu þar sem barnasýningin Galdakarlinn í Oz verður frumsýnd eftir rúman hálftíma. Við kíkjum í leikhús í fréttatímanum.
Robbie Williams hefur náð sinni sextándu plötu á topp breska vinsældalistans og slegið sjálfum Bítlunum ref fyrir rass.