Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 11. janúar 2024

Leit manni sem féll ofan í sprungu í Grindavík stendur enn yfir. Allar framkvæmdir hafa verið stöðvaðar en aðgengi bænum verður óbreytt. Bæjarstjórinn segir atvikið mikið högg fyrir bæjarbúa.

Líkur á eldgosi í Grímsvötnum hafa aukist þar sem hlaup er yfirstandandi. Jarðskjálfti stærðinni fjórir komma þrír reið yfir við Grímsfjall í morgun.

Málflutningur er hafinn í máli Suður-Afríku gegn Ísrael um meint þjóðarmorð á Gaza. Lögmenn Suður-Afríku segja meinta glæpi Ísraels marglaga og eiga sér langa sögu.

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna sagðist aldrei ætla koma Evrópu til hjálpar ef til árásar kæmi. Þetta fullyrðir einn af framkvæmdastjórum Evrópusambandsins Trump hafi sagt fyrir þremur árum.

Veruleg lækkun gæti orðið á verði innflutts nautakjöts síðar á árinu eftir verð á tollkvóta hrundi. Óvíst er hins vegar hversu lengi það ástand varir segir framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.

Fjármálaráðherra segir stemningu á þingi fyrir skattahækkunum til fjármagna aðgerðapakka í tengslum við kjarasamninga. Sjálf ætli hún finna aðrar leiðir.

Ísland spilar fyrsta leik sinn á EM karla í handbolta á morgun. Staðan á liðinu er nokkuð góð en Viktor Gísli Hallgrímsson æfði ekki í dag vegna veikinda.

Frumflutt

11. jan. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,