Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 25. janúar 2026

Pétur Marteinsson fékk ríflega tvöfalt fleiri atkvæði í oddvitasæti Samfylkingarinnar í Reykjavík í gær en borgarstjórinn Heiða Björg Hilmisdóttir. Óvíst er hvort Heiða þiggur annað sætið. Við greinum stöðuna með stjórnmálafræðingi í beinni útsendingu.

Myndskeið af því þegar alríkisfulltrúi skaut karlmann til bana í Minneapolis í gær sýna aðra atburðarás en bandarísk yfirvöld halda fram. Samkvæmt vitnisburði sjónarvotta veifaði maðurinn ekki byssunni sem hann bar.

Hörkufrost og hríðarbylir setja mark sitt á líf Bandaríkjamanna þessa dagana. Veðrið hefur raskað Ameríkuflugi ellefu hundruð farþega Icelandair.

Nýr verkefnastjóri atvinnuuppbyggingar á Bakka við Húsavík segir spennandi verkefni í farvatninu. Búið er undirrita fjórar viljayfirlýsingar og fleiri fyrirtæki sýna starfsemi á svæðinu áhuga.

Geta sveppir talað? Það er minnsta kosti ýmislegt sem bendir til þess þeir hafi orðaforða, segja vísindamenn.

Landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson segir Ísland þurfa alvöru frammistöðu gegn sterku liði Svía á Evrópumótinu í handbolta síðar í dag. Svíþjóð er eina taplausa liðið á mótinu hingað til.

Frumflutt

25. jan. 2026

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,