Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 01. október 2023

Málaflokkur útlendinga hefur aldrei verið stjórnlausari mati þingflokksformanns Miðflokksins. Skiptar skoðanir eru innan stjórnarandstöðu um nýjan úrskurð kærunefndar útlendingamála þess efnis synja umsækjendum frá Venesúela um vernd.

Bráðabirgðafjárlög til næstu fjörutíu og fimm daga voru samþykkt á Bandaríkjaþingi í gærkvöldi. Frekari útgjöld til Úkraínu eru ekki fjármögnuð.

Minnst ellefu létu lífið í eldsvoða á næturklúbbi í Murcia á Spáni í morgun. Óttast er fleiri hafi dáið því eldurinn breiddist hratt út og margir inni á staðnum þegar hann kviknaði.

Flokkur Roberts Fico er sigurvegari kosninganna í Slóvakíu í gær og hann gæti orðið forsætisráðherra í fjórða sinn. Búist er við flóknum stjórnarmyndunarviðræðum.

Snjóbíll valt á Fimmvörðuhálsi í gær en kallað hafði verið eftir aðstoð björgunarsveita vegna jeppa sem hafði oltið í brekku. Engin meiðsl urðu á fólki.

Veðurstofan hefur fjölgað öflugum veðursjám til bregðast við öfgum í veðurfari og hættu á ofsafenginni úrkomu. Deildarstjóri segir veðursjárnar geta bætt spá og eftirlit með ofanflóðaveðrum.

Frumflutt

1. okt. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir