Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 18.mars 2024

Bankastjóri Landsbankans segir ekki verði fallið frá kaupum bankans á TM tryggingum þrátt fyrir yfirlýsta andstöðu fjármálaráðherra.

Ekki er lát á eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni. Virkni er mest syðst á gossprungunni. Syðsta hrauntungan er um 300 metra frá Suðurstrandarvegi en hreyfist hægt.

Vélbyssur, skammbyssur og ólöglegir skotgeymar er meðal þess sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á við húsleit í síðustu viku. Íslenskur karlmaður situr í varðhaldi í Bandaríkjunum grunaður um smygl á skotvopnum hingað til lands.

Kjörstjórn í Rússlandi hefur formlega lýst Vladimír Pútín réttkjörinn forseta. Ráðamenn á Vesturlöndum segja kosningar um helgina ómarktækar.

Vopnahlésviðræður vegna stríðsins á Gaza hefjast nýju í Katar í dag. Ísralesmenn hófu árásir við stærsta sjúkrahúsið í Gazaborg í morgun.

Mikil ófærð er á Vestfjörðum og víða hafa vegir verið lokaðir síðan á laugardag. Ekki verður mokað í dag. Appelsínugul viðvörun gildir fyrir Vestfirði og óvissustig vegna snjóflóðahættu.

Tveir menn úr sænsku glæpagengi voru skotnir á kaffihúsi í Istanbul í Tyrklandi. Annar þeirra lést af sárum sínum. Þrír sáust flýja af vettvangi og eru grunaðir um verknaðinn.

Héðinn Steingrímsson er með fullt hús, 4 vinninga af 4 mögulegum, á alþjóðlega Reykjavíkurskákmótinu.

Frumflutt

18. mars 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,