Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 03. október 2023

Svæðisstjóri Hjálpræðishersins segir ríkisborgara frá Venesúela óttaslegna og hrædda eftir úrskurð sem staðfesti synjun um alþjóðlega vernd. Um tólf hundruð umsóknir frá Venesúelamönnum bíða afgreiðslu.

Dómsmálaráðherra Svíþjóðar ætlar fjölga eftirlitsmyndavélum um nærri þúsund, til reyna stöðva glæpaölduna sem ríður yfir landið.

Lögreglan í Dóminíska lýðveldinu hefur skoðað myndbönd úr öryggismyndavélum í tengslum við hvarf Magnúsar Kristins Magnússonar.

Deila Pólverja og Úkraínumanna um kornflutninga virðist vera leysast. Pólverjar tilkynntu í morgun takmörkunum yrði aflétt. Deilan hefur sett mark á samskipti ríkjanna undanförnu.

Það á vera undantekning en ekki regla nánir ættingjar sinni hlutverki stuðningsforeldri. Þetta segir sviðsstjóri Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Óskýr skilaboð stjórnenda til starfsfólks hafi hugsanlega leitt til þess foreldrar fengu rangar upplýsingar.

Repúblikanar á hægri vængnum hafa lagt fram tillögu um Kevin McCarthy verði sviptur embætti forseta fulltrúadeildarinnar. Ef svo fer yrði það einsdæmi í sögu deildarinnar.

Á fjórða tug samtaka hvetja konur og kvár til leggja niður launuð og ólaunuð störf á kvennafrídaginn 24. október - í heilsdags kvennaverkfalli.

Margrét Lea Kristinsdóttir og Thelma Aðalsteinsdóttir luku keppni á HM í áhaldafimleikum í gærkvöld. Thelma bætti sinn besta árangur og á enn möguleika á sæti á ólympíuleikunum.

Frumflutt

3. okt. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir