Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 18. júlí 2024

Matvælaráðherra kveðst hafa áhyggjur af niðurstöðum skýrslu Hafrannsóknarstofnunar um sjókvíaeldi. Hún hefur þó ekki gert upp við sig hvort hún leggur aftur fram frumvarp um lagareldi.

Ursula von der Leyen hefur verið endurkjörin forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins til næstu fimm ára. 401 þingmaður Evrópuþinginu studdi hana í leynilegri atkvæðagreiðslu í morgun. Von der Leyen hefur gegnt þessari stöðu frá 2019.

Áhrifakona í Demókrataflokknum hefur tjáð Joe Biden Bandaríkjaforseta, hún telji óhugsandi hann sigri Trump í komandi kosningum. Hlé hefur verið gert á kosningabaráttu Bidens eftir hann greindist með Covid í gær.

Sparneytnir tengiltvinnbílar og rafmagnsbílar greiða jafnhátt verð fyrir notkun vegakerfisins og bensínbílar í fyrirhuguðu kerfi þar sem kílómetragjald tekur við af bensíngjöldum. Verkefnastjóri segir þó áfram gert ráð fyrir fjárhagslegum hvötum til nota umhverfisvæna orkugjafa.

Covid-smitum hefur fjölgað síðasta mánuðinn. Sóttvarnarlæknir segir þrátt fyrir aukningu séu ekki merki um veikindi séu alvarlegri.

Atli Örvarsson tónskáld er í sjöunda himni með Emmy-tilnefningu fyrir þættina Silo. Hann er á Akureyri semja tónlist fyrir næstu seríu.

Hundavinir fagna degi íslenska fjárhundsins. Þórarinn Eldjárn hitti bjargvætt hundakynsins, breska auðmanninn Mark Watson í Glaumbæ í Skagafirði 1958. Þórarinn segir frá fundi þeirra í fréttatímanum.

Frumflutt

18. júlí 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir