Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 22. september 2023

Maður, sem er ákærður fyrir manndráp á Ólafsfirði í fyrra, er sagður hafa stungið hinn látna tvisvar í vinstri síðu með þeim afleiðingum honum blæddi út. Málið verður þingfest í næstu viku.

Yfirlæknir sjúkraflugs á Akureyri segir brýnt staðsetja sjúkraþyrlu á Norður- eða Austurlandi, ekki á suðvesturhorni landsins.

Talið er hundruð barna hafi misst foreldra sína í flóðunum í Derna í Líbíu. Sjálfboðaliðar reyna útvega brjóstamjólk fyrir ungbörn.

Bæjarstjórinn í Vogum á Vatnsleysuströnd vill sameina öll sveitarfélög á Suðurnesjum. Sameining sveitarfélaga hefur verið til umræðu á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga sem lýkur í dag.

Vel gekk losa rannsóknarskipið Bjarna Sæmundsson af strandstað í Tálknafirði í gærkvöld og ekki urðu teljandi skemmdir á skipinu. Tuttugu voru um borð þegar Bjarni strandaði. Engan sakaði.

Einn af þungavigtarmönnum í norska Verkamannaflokknum segir flokkinn í kreppu. þurfi þriðja flokkinn inn í ríkisstjórn. Leiðtogi Verkamannaflokksins neitar því hann í kreppu.

Frítt er í strætó í dag á bíllausa deginum. Fréttastofa ræddi við farþega í Mjódd sem margir lifa þegar bíllausum lífstíl og hvetja aðra til nýta sér strætó.

Frumflutt

22. sept. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,