Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 10.júlí 2024

Samtök verslunar- og þjónustu telja óvíst hvort Alþingi hafi farið lögum við breytingu á búvörulögum í vor. Þau íhuga fara með málið fyrir dóm.

Auknir fjármunir til varnarmála og stuðningur við Úkraínu verða aðalumræðuefnin á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins. Bandaríkjaforseti hefur þegar heiti auknum vopnasendingum til Úkraínu.

Útflutningstekjur iðnaðar á Íslandi drógust saman um sjö prósent á fyrstu fjórum mánuðum ársins. Aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins segir meginástæðuna vera samdrátt í orkufrekum iðnaði.

Eitt tilboð hefur borist í hluta af rekstri Skagans 3x á Akranesi eftir hann lýsti yfir gjaldþroti fyrr í mánuðinum.

Foreldrar nemenda í Breiðagerðisskóla í Reykjavík hafa áhyggjur af úrræði í skólanum fyrir börn í leit alþjóðlegri vernd. Sams konar verkefni hefur gengið vel í Seljaskóla.

Efla þarf markaðssetningu í ferðaþjónustu, mati ferðamálastjóra. Hann segir hátt verðlag hér á landi hafa áhrif á eftirspurn eftir ferðum hingað.

Frumflutt

10. júlí 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir