Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 10. mars 2024

Fátt bendir til þess samið verði um vopnahlé á Gaza fyrir föstumánuð múslima, sem er í þann mund hefjast. Bandaríkjaforseti segir forsætisráðherra Ísraels gera meiri skaða en gagn með stríðsrekstrinum á Gaza.

Ekki er ljóst hvað varð til þess eldur kviknaði í einu elsta húsi Selfoss í gærkvöld. Talið er engin hafi verið í húsinu.

Ellefu særðust í drónaárásum Rússa í austurhluta Úkraínu í nótt. Tveir féllu í slíkum ásum í gær. Tyrkir vilja reynt verði semja um lok stríðsins í Úkraínu.

Fulltrúar EFTA og Indlands undirrituðu í dag nýjan fríverslunarsamning milli ríkjanna. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra segir hann hafi mikla þýðingu fyrir viðskipta- og efnahagssamband Íslands við Asíu.

Betri orkunýting til greiða fyrir orkuskiptum er raunhæf leið -- en stefna stjórnvalda í loftslagsmálum er hins vegar í molum, segir formaður Náttúrverndarsamtaka Íslands.

Frægasta dúkka heims, Barbie, fagnaði sextíu og fimm árum í gær og nálgast eftirlaunaaldur óðfluga -- ekkert útlit er þó fyrir hún setjist í helgan stein á næstunni.

Frumflutt

10. mars 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,