Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 16. október 2024

Ríkisstjórnin kemur saman til fundar í dag, í fyrsta skipti síðan Bjarni Benediktsson sleit ríkisstjórnarsamstarfinu og baðst lausnar. Ráðherrar Vinstri grænna, sem hafa sagt þeir taki ekki þátt í starfsstjórninni, eru boðaðir á fundinn. Þingflokksformenn hafa rætt framhald þingstarfa í morgun.

Verkalýðshreyfingin segir ráðandi öfl hafi gefist upp á því ráða niðurlögum verðbólgunnar og bjóði þjóðinni upp á allsherjar ringulreið. Ráðamenn hafi enn og aftur tekið flokkshagmuni fram yfir almannahagsmuni.

Borgarstjóri Nabatieh í Líbanon var drepinn í loftárás Ísraelshers í morgun. Forsætisráðherra Ísraels segir vopnahlé komi ekki til greina, þrátt fyrir þrýsting Bandaríkjastjórnar.

Það sýndi sig í gær hve brothætt fjarskiptakerfið er við Eyjafjörð, þegar síma-, net- og TETRA-talstöðvakerfi lágu niðri samtímis. Almannavarnir hafa atvikið til skoðunar.

Þolinmæði bæði kennara og lækna er á þrotum í kjaradeilu við ríki og sveitarfélög. Kennarar hafa þegar boðað skæruverkföll og læknar hyggja á aðgerðir semjist ekki fljótlega. Fundur er í deilum beggja stétta hjá ríkissáttasemjara í dag.

Heilt teymi metur það hverju sinni hvort barn eða ungmenni sem glímir við fíknivanda þurfi leggjast inn á afeitrunardeild, segir forstöðumaður á Landspítala. Stjórnendur Stuðla furða sig á því hversu oft ungmennum er vísað frá deildinni.

Elon Musk hefur gefið meira en 10 milljarða króna til samtaka sem hann stofnaði til stuðnings framboðs Donalds Trump.

Björgvin Páll Gústavsson var í ham í marki Vals þegar liðið mætti Porto í Evrópudeild karla í handbolta í gær

Frumflutt

16. okt. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir