Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 3. apríl 2024

Katrín Jakobsdóttir hefur rætt við formenn stjórnarflokkanna um mögulegt forsetaframboð. Hún segist íhuga alvarlega bjóða sig fram og ætlar greina frá ákvörðun sinni á allra næstu dögum.

Utanríkisráðherrar NATO-ríkjanna ræða tillögu um hundrað milljarða evra langtímastuðning við Úkraínu. Fundur ráðherranna hófst í Brussel í morgun. Athygli vekur Bjarni Benediktsson er ekki á fundinum.

Níu eru látnir og hundrað er enn saknað eftir mikinn jarðskjálfta í Taívan. Íslendingar búsettir á eyjunni segja allt hafa leikið á reiðiskjálfi.

Sjúkrasjóður Félags hjúkrunarfræðinga er tómur og eigið hans neikvætt um tugi milljóna. Millifæra þarf úr öðrum sjóðum félagsins svo hann geti staðið við skuldbindingar.

Leikskóla í Reykjavík var lokað fyrir páska og hann hreinsaður hátt og lágt vegna sníkjudýrs sem getur valdið magakveisu.

Guðmundur Felix Grétarsson hefur bæst í hóp þeirra sem ætla í forsetaframboð.

Forseti Botsvana hótar senda 20.000 fíla til Þýskalands vegna deilu um náttúru- og dýravernd. Þannig geti Þjóðverjar reynt á eigin skinni hvernig sambúð við dýrin gengur fyrir sig.

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta getur farið langleiðina með tryggja sér sæti á EM með sigri á Lúxemborg í dag.

Frumflutt

3. apríl 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,