Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 29. maí 2023

Rúmlega hundrað börn á flótta hafa komið til landsins án fylgdar fullorðins síðasta eina og hálfa árið. Þetta eru álíka mörg fylgdarlaus börn og komu tíu árin á undan til samans.

Enginn þingmaður, hvorki úr stjórn stjórnarandstöðu, hefur lagt til laun þeirra hækki minna en lög kveða á um og Alþýðusambandið hefur hvatt til. Forseti Alþingis segir breyta þyrfti lögum til breyta lögbundinni launahækkun.

Ríkissáttasemjari hefur boðað fulltrúa BSRB og viðsemjendur þeirra á óformlegan fund í dag. Sundlaugar eru lokaðar í nokkrum sveitarfélögum vegna verkfallsins, og fjöldi leikskóla á morgun.

Mögulegt er Tyrklandsforseti mildist í afstöðu sinni til NATÓ-aðildar Svía, þegar hann hefur tryggt sér aframhaldandi setu á forsetastóli. Sitji hann út kjörtímabilið spannar valdatími hans aldarfjórðung.

Strandveiðimenn vilja jafna aðstöðu veiðimanna á öllum svæðum með því fækka veiðidögum. Á móti verði ekki hægt stytta tímabilið, en ef ekkert verði gert gæti því lokið í júlí.

Eldri borgarar flytjast á milli sveitarfélaga eftir þjónustuþörf. Flestir færa sig yfir í Kópavog og Árborg, en flestir fara frá Reykjavík.

Endurunnið heyrúlluplast kemur vel út úr prófunum og ekki er munur á heyi eftir því hvort það er geymt í endurunnu eða hefðbundnu rúlluplasti.

Frumflutt

29. maí 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,