Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 28. ágúst 2024

Framtíð náms í jökla- og fjallaleiðsögn er í hættu vegna fjárskorts segir jöklaleiðsögumaður sem kom slysinu í Breiðamerkurjökli. Breyta á náminu vegna fjárhagsörðugleika Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu.

Ísraelsher gerir sem stendur árásir á fjórar borgir á Vesturbakkanum og hefur drepið níu manns. Þetta er í fyrsta sinn í tvo áratugi sem herinn gerir samtímis árásir á nokkrar borgir þar í einu.

Þriðjungi starfsfólks Controlant hefur verið sagt upp störfum. Fyrirtækið gegndi lykilhlutverki í dreifingu bóluefna í COVID-19 faraldrinum.

Yfirmaður Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar biður Rússa og Úkraínumenn beina ekki vopnum sínum kjarnorkuverinu í Kúrsk.

Samgöngur og störf án staðsetningar eru meðal þess sem rætt er á fundi ríkisstjórnarinnar og sveitarstjórnarfólks á Norðvesturlandi sem haldinn er á Sauðárkróki.

Forstjóri MAST og tveir starfsmenn stofnunarinnar hafa kært til lögreglu aðdróttanir um mútuþægni starfsfólks stofnunarinnar.

Bændur í Vatnsdal hafa fengið fyrirspurnir um sölu jarða sinna undir ræktun kolefnisskóga. Einn þeirra segir koma á óvart slík ræktun í kortunum þar sem fyrir öflug matvælaframleiðsla.

Róbert Ísak Jónsson keppir fyrstur Íslendinganna á Ólympíumóti fatlaðra í París sem sett verður í kvöld. Markmið hans er komast í úrslit og skemmta sér.

Frumflutt

28. ágúst 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir