Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 04. janúar 2024

Álagið á Landspítala hefur aldrei verið jafn mikið, sögn yfirlæknis. Grímuskylda hefur verið tekin upp og heimsóknir eru takmarkaðar.

Karlkyns yfirmaður hjá lögreglunni á Suðurlandi hefur verið í leyfi frá störfum vegna rannsóknar á broti gegn samstarfskonu sinni. Héraðssaksóknari taldi málið ekki líklegt til sakfellis en ákvörðun var kærð til ríkissaksóknara þar sem málið er statt nú.

Verð á heitu vatni Vestmannaeyinga var hækkað um tæpan fimmtung á mánudaginn. Ástæðan er skortur á raforku.

Afrit af samskiptum flugstjóra við flugturn í Tókíó á þriðjudag sýnir landhelgisgæsluflugvél hafði ekki fengið leyfi til fara út á flugbrautina áður en farþegavél lenti, með þeim afleiðingum þær rákust saman. Áhöfn farþegavélarinnar hefur hlotið mikið hrós fyrir koma öllum frá borði.

Matvælastofnun gerir alvarlegar athugasemdir við ljósabúnað og neðansjávareftirlit Arctic Fish í Patreksfirði. Stofnunin birti í dag skýrslu vegna stroks laxa úr kvíum fyrirtækisins síðasta haust.

Formaður Starfsgreinasambandsins vonast til funda með stjórnvöldum á morgun um aðkomu þeirra nýjum kjarasamningi. Tilgangslaust sitja við samningaborðið án aðkomu ríkis og sveitarfélaga. Ágreiningur um launahækkanir virðast ekki vera fyrirstaða.

Dregið hefur úr landrisi í Svartsengi og mögulegt er þar gjósi á hverri stundu mati jarðeðlisfræðings. Ekki er þó útilokað önnur atburðarás fari af stað.

Fyrrverandi framkvæmdastjóri Myndsmiðjunnar á Egilsstöðum hefur verið ákærður fyrir hafa með blekkingum og skjalafalsi svikið 34 milljónir af viðskiptafélaga.

Bandarískur dómstóll birti í gær nöfn sem höfðu verið máð út úr dómskjölum um mansalshring athafnamannsins Jeffrey Epstín Epstein. Andrés Bretaprins, Bill Clinton og Donald Trump eru meðal nafna sem þar finna.

Frumflutt

4. jan. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir