Samkeppniseftirlitið fylgist grannt með verðbreytingum olíufélaganna um áramótin, þegar kílómetragjald verður tekið upp en olíugjald fellt niður. Ábendingar hafa borist um að eldsneytisverð hafi hækkað síðustu daga.
Talsmaður rússneskra stjórnvalda neitar að leggja fram sannanir fyrir meintri drónaárás Úkraínumanna á aðsetur forseta Rússlands. Hann boðar harðari afstöðu Rússa í viðræðum um frið í Úkraínu.
Formaður Miðflokksins segir fylgisaukningu í skoðanakönnunum engu breyta ef hún skilar sér ekki í kosningum. Hann er vongóður um að fylgisaukning skili sér í kjörkassana í sveitarstjórnarkosningum í vor.
Hamas-samtökin fá skamman tíma til að afvopnast, annars fá þau að kenna á því, sagði Donald Trump forseti Bandaríkjanna á blaðamannafundi með forsætisráðherra Ísraels.
Meirihluti svarenda í öllum aldurshópum er hlynntur því að samfélagsmiðlar verði bannaðir börnum yngri en 16 ára, samkvæmt nýrri könnun. Fólk sem ekki er komið á miðjan aldur er hlynntast slíku banni.
Umhverfisfræðingur minnir astmasjúklinga á að taka lyfin sín á morgun. Búast má við mengun um áramót, einkum á höfuðborgarsvæðinu.
Áramótunum verður fagnað í hátt í 120 húsum í Grindavík. Slökkviliðsstjóri segir yfirvöld í viðbragðsstöðu vegna jarðhræringa en Grindvíkingar verði að halda áfram að lifa lífinu.
Tveir Íslendingar eru á lista yfir tíu bestu handboltamenn heims, að mati helsta handboltasérfræðings Dana.