Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 18. júní 2024

Miðflokkurinn leggur fram vantrauststillögu á matvælaráðherra á eftir. Þingfundur hefst klukkan hálf tvö.

Fyrirtæki sem á rútu sem endaði utanvegar á Öxnadalsheiði fyrir helgi starfar ekki lögum, mati Samtaka ferðaþjónustunnar. Þau hafa árum saman kallað eftir betra eftirliti með erlendum rútum.

Ísraelsher hefur nánast þurrkað út heilu stórfjölskyldurnar á Gaza. Fjölmörg dæmi eru um tugir úr sömu fjölskyldu hafi verið drepnir. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem birt var í morgun.

Forstjóri Umhverfisstofnunar segist ekki hafa neinar heimildir til þess hafa eftirlit með Running Tide. Hún segir þörf á nýrri löggjöf um loftslagsfyrirtæki.

Þær verslanir Kringlunnar sem urðu fyrir mestu tjóni í brunanum á laugardag verða ekki opnaðar á næstunni.

Pútín Rússlandsforseti er á leið í sína fyrstu heimsókn til Norður-Kóreu í tæplega aldarfjórðung. Stríðið í Úkraínu verður efst á baugi á fundi hans með Kim Jong Un.

Gjaldtaka á bílastæðum við innanlandsflugvelli er við það hefjast. Fjármálaráðherra mælist til þess við ISAVIA þeir sem þurfi skjótast í bæinn til læknis þurfi ekki borga.

Undirbúningur er hafinn á bólusetningu gegn rótaveirusýkingu hjá börnum. Veiran veldur bráðum garnasýkingum hjá börnum.

Íbúar í Mosfellsdal voru langþreyttir á hraðakstri og máðum merkingum á Þingvallavegi. Hópur þeirra tók sig til og málaði merkingar í skærum litum.

Þrír Íslendingar syntu í undanrásum á Evrópumeistaramótinu í sundi í morgun. Enginn þeirra komst áfram í undanúrslit.

Frumflutt

18. júní 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,