Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 14. apríl 2024

Eldflauga- og drónaárásir Írana á Ísrael í gærkvöldi hafa verið fordæmdar víða um heim. Öryggisráð Ísraels situr á fundi og ræðir næstu skref.

Utanríkisráðherra segir árásina stigmagna átökin fyrir botni Miðjarðarhafs.

Sérfræðingur í utanríkis- og öryggismálum segir árás Írana á Ísrael miklu stærri en óttast hafði verið. Hún eigi sér langan aðdraganda og framhaldið ráðist af viðbrögðum Ísraelsmanna.

Aðkoma fyrrverandi fjármálaráðherra í aðdraganda kaupa landsbankans á TM vekja upp fleiri spurningar í málinu, segir formaður Samfylkingarinnar sem segir Alþingi munu skoða málið nánar.

Ódæðismaðurinn sem varð sex manns bana í verslunarmiðstöð í Sidney í gær var fertugur Ástrali. Hann hafði glímt við andlega erfiðleika og lögregla útilokar hryðjuverk.

Framkvæmdastjóri hótel og matvælaskóla Menntaskólans í Kópavogi segir fækkun nemenda í kokkanámi mikið áhyggjuefni fyrir veitingageirann. Fyrir Covid hafi um 400 nemendur verið í námi, en þeir séu um 200.

Tíðavörur fást ókeypis í öllum nema tveimur framhaldsskólum. Í flestum liggja þær frammi á salernum en í nokkrum skólum þarf fara á skólaskrifstofuna til þær.

Lokahringur Masters-mótsins í golfi er fram undan í dag og í kvöld. Bandaríkjamaðurinn Scottie Scheffler er í góðri stöðu eftir þrjá hringi.

Frumflutt

14. apríl 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,