Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 22. júlí 2023

Sextíu manns voru hætt komin þegar óbrynnishólmi var við það myndast á gosstöðvunum. Senda þurfti dróna með talstöð til hópsins, til þess athygli þeirra.

Loftgæði á höfuðborgarsvæðinu virðast hafa skánað eftir gosmóða í bland við þokuloft yfir í gær. gildi á fínu svifryki eru á niðurleið.

Spánverjar ganga kjörborðinu á morgun, í kosningum sem gætu orðið sögulegar. Skoðanakannanir benda til þess hægri flokkurinn Parti Popular fái mestan stuðning og gæti jafnvel tekið með sér öfgahægriflokkinn Vox inn í ríkisstjórn.

Helgin gæti orðið hlýjasta í Grikklandi í áratugi og svo gæti farið hitabylgjan sem ríður yfir verði lengsta í sögu landins. Spáð er yfir fjörutíu og fimm stiga hita á morgun.

Landverðir við Herðubreiðarlindir segja sumarið óvenju rólegt. Líklega það vegna gossins á Reykjanesskaga.

Leiðtogar Færeyja og Grænlands lýsa yfir vonbrigðum með hafa ekki verið boðið á fund norrænna þjóðarleiðtoga með Joe Biden Bandaríkjaforseta á dögunum.

Druslugangan verður gengin frá Hallgrímskirkju klukkan tvö í dag. Þetta er í ellefta sinn sem gangan er gengin og í ár beina skipuleggjendur sjónum sínum rótum nauðgunarmenningar og hvers vegna enn ástæða til ganga.

Frumflutt

22. júlí 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir