Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 31. ágúst 2024

Ein verstu loftgæði sem mælst hafa í þessari goshrinu á Reykjanesskaga mældust í Vogum á Vatnsleysuströnd seinnipartinn í gær. Dæmi eru um íbúar hafi veikst og svipaðar aðstæður geta skapast í dag.

Flokksráðsfundur Sjálfstæðisflokksins verður haldinn eftir hádegi í skugga sögulega lágs fylgis. Áhyggjur Sjálfstæðismanna eru áberandi á síðum Morgunblaðsins í dag.

Stjórnvöld í Brasilíu og Brussel standa í deilum við Elon Musk, eiganda samfélagsmiðilsins X, um eftirlit með því sem skrifað er. Í Brasilíu var aðgangi X lokað í gær.

Aukin hætta er á flóðum og skriðuföllum á Suður- og Vesturlandi og á Vestfjörðum. Skriður sem talið var fallið hefðu á Barðaströnd í gærkvöldi reyndust ekki nýjar.

Aðdáendur bresku hljómsveitarinnar Oasis hafa lent í vandræðum við kaupa miða á endurkomutónleika sveitarinnar sem fór í sölu snemma í morgun. Hljómsveitin réði fólki frá því í gær kaupa miða í endursölu á uppsprengdu verði.

Spænska félagið Real Sociedad greidd um þrjá milljarða íslenskra króna fyrir Orra Stein Óskarsson landsliðsframherja í fótbolta. Ingeborg Eide Garðarsdóttir keppir fyrir hönd Íslands í kúluvarpi á Ólympíumóti fatlaðra í París síðdegis.

Frumflutt

31. ágúst 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir