Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 5. mars 2024

Sjötíu og tveir eru á leið til landsins frá Gaza á vegum íslenskra stjórnvalda og hafa allir dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar. Utanríkisráðherra ræddi við utanríkisráðherra Ísraels á þriðjudaginn í síðustu viku til greiða fyrir málinu.

Mótmælandi sem hékk fram af handriði þingpalla í gær og gerði hróp þingmönnum er enn í haldi lögreglu og var yfirheyrður í morgun. Þingpallarnir verða opnir almenningi í dag.

Góður gangur er í kjaraviðræðum breiðfylkingar ASÍ og SA og von er um skrifað verði undir samninga í vikunni.

Framleiðsla á hergögnum verður stóraukin í Evrópu á næstu árum, ekki síst til styðja Úkraínu, samkvæmt tillögu sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins kynnti í morgun. Verja á einum og hálfum milljarði evra til byrja með til styðja við framleiðendur hergagna í aðildarríkjum ESB.

Staða leigjenda versnar á milli ára. Framboð á leiguhúsnæði er minna, samningsstaða leigjenda verri og leigan hærri.

Hættumat er óbreytt á Reykjanesskaga. Áfram eru auknar líkur á kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi.

Fátt bendir til annars en Donald Trump vinni stórsigur á svokölluðum ofurþriðjudegi í forvali Repúblikanaflokksins. Mótframbjóðandi hans segir Bandaríkjamenn eigi betra skilið en þurfa velja á milli tveggja áttræðra forsetaframbjóðenda.

Stjórn Menntaskólans Laugarvatni hefur gert starfslokasamning við kennara sem viðhafði rasísk ummæli um keppanda í Söngvakeppninni.

Sjö 130 metra möstur verða sett upp í Fljótsdal til rannsaka vindorku og sex ratsjárstöðvar til telja fugla, vegna áforma um stórt vindorkuver. Byggingar og skipulagsnefnd hreppsins telur gera þurfi betur grein fyrir aðkomu og slóðum þar sem reisa á möstrin. Framkvæmdirnar gætu valdið jarðraski.

Frumflutt

5. mars 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,