Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 22. maí 2024

Noregur, Írland og Spánn viðurkenna sjálfstæði Palestínu. Forsætisráðherrar ríkjanna tilkynntu þetta hver fyrir sig í morgun. Þar með fjölgar ríkjum í Vestur-Evrópu, sem viðurkenna sjálfstæði Palestínu, úr tveimur í fimm. Búist er við nokkur Evrópuríki fylgi í kjölfarið.

Fresta þarf kosningum Íslendinga utan kjörfundar á Gran Canaria. Hluta kjörgagna var stolið, sögn skipuleggjenda utankjörfundaratkvæðagreiðslunnar.

Eldur logar í skrifstofubyggingu danska lyfjarisans Novo Nordisk í útjaðri Kaupmannahafnar. Mikinn reyk leggur yfir nærliggjandi hverfi.

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn leggur til kolefnisgjald á landbúnað og sjávarútveg verði hækkað.

Framkvæmdir við ofanflóðavarnir á þéttbýlsstöðum þar sem hættan er talin mest, hafa tafist um meira en áratug og aðeins hluti af ofanflóðagjaldi skilar sér í ofanflóðasjóð. Þetta kemur fram í hraðútekt Ríkisendurskoðurnar.

Ástandið á lundastofninum í ár er afar misjafnt milli landshluta. Sem fyrr er lundinn einna best haldinn á Norður- og Austurlandi og ástand stofnsins er viðkvæmast við suðurströndina.

Landsliðsþjálfari karla í fótbolta valdi í dag leikmannahópinn fyrir tvo vináttuleiki íslenska landsliðsins í júní. Albert Guðmundsson er ekki í hópnum.

Frumflutt

22. maí 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,