Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 17. október 2024

Erindi ríkisstjórnarinnar var komið á endastöð segir forsætisráðherra og hann hefði verið bregðast með því þykjast geta leitt stjórnina áfram án sáttar. Formaður Vinstri grænna segir forsætisráðherra óhæfan til leiða ríkisstjórn.

Úkraínumenn vilja tafarlaust boð um aðild Atlantshafsbandalaginu og meiri hernaðaraðstoð, sagði forseti Úkraínu á fundi með leiðtogum Evrópusambandsríkja. Hann fulllyrðir norður kóreskir hermenn eigi taka þátt í hernaðaraðgerðum Rússa í Úkraínu.

Borgarstjóri boðaði forystu leik- og grunnskólakennara á sinn fund í hádeginu. Ummæli sem hann lét falla um kennara í síðustu viku vöktu mikla reiði innan stéttarinnar.

Metþátttaka er á Arctic Circle ráðstefnunni sem hófst í morgun. Viðskiptum er gert hærra undir höfði en áður.

Mikil eftirspurn er eftir ódýrum íbúðum en þær dýrari seljast síður. Heimili landsins hafa ekki greitt meira í vaxtagjöld í átta ár.

Kílómetragjald á fólksbíla og jeppa verður sex krónur og sjötíu aurar samkvæmt frumvarpi fjármálaráðherra og tæpar 44 krónur af þyngstu bílunum. Mótorhjólamenn gagnrýnir harðlega sama gjald verði á mótorhjólum og bílum sem eru allt sautjánfalt þyngri.

Móttaka fyrir þá, sem þurfa aðstoð og eftirfylgd til draga úr og hætta notkun ávanabindandi lyfja, var opnuð í Reykjavík í morgun. Fólk lendir oft í vanda sem hægt er fyrirbyggja með öruggri umgjörð segir læknir og einn frumkvöðla verkefnisins.

Frumflutt

17. okt. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir