Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 25.júní 2024

Julian Assange, forsprakki og stofnandi Wikileaks, er frjáls maður eftir hafa setið í fangelsi í fimm ár. Hann mun játa brot á njósnalöggjöf Bandaríkjanna.

Fíkniefni, lyf, sterar og skotvopn, eru meðal þess sem lögregla lagði hald á í umfangsmiklu fíkniefnamáli. Átján hafa réttarstöðu sakbornings og fimm eru í gæsluvarðhaldi.

Umdeild gjaldtaka á bílastæðum við innanlandsflugvelli er hafin. Á Egilsstöðum lét ósáttur íbúi skoðun sína í ljós og hengdi bol yfir myndavél.

Mikill samdráttur var í bílasölu og í sjávarútvegi í mars og apríl samanborið við sömu mánuði í fyrra og blikur eru á lofti í ferðaþjónustu.

Samningur um Uppbyggingarsjóð EES ríkjanna var samþykktur í ráðherraráði Evrópusambandsins í dag, rúmum þremur árum eftir viðræður hófust. Samhliða voru samþykkt ákvæði um aukinn aðgang fyrir íslenskar og norskar sjávarafurðir inn á innri markaðinn.

Eldur kviknaði í mannlausri íbúð í fjölbýli á Akranesi í morgun. Tveimur var bjargað af svölum hússins.

Til stendur hefja snjómokstur á veginum inn Öskju á morgun. Óvenju mikill snjór er á þessari leið í ár og gæti tekið allt þrjá daga gera fært alla leið Öskju.

Mánuður er þangað til Ólympíuleikarnir í París verða settir. Það liggur enn ekki fyrir hversu margir íslenskir íþróttamenn taka þátt.

Frumflutt

25. júní 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir